top of page
Það er margt sem hægt er að gera til að forðast matarsóun á heimilinu, veitingarstöðum, búðum og fyrirtækjum. En fyrst og fremst þarf fólk að vera meðvitað um matarsóun. En hér eru nokkur dæmi:
  • Áður en þú ferð út í búð að versla er sniðugt að skrifa niður hvað þú ætlar að kaupa og líka að taka mynd af t.d. ískápnum þínum eða þar sem þú geymir mat þannig þú veist hvað þú átt heima og ert ekki að kaupa það sem þú átt.
  • Kaupa minna í innkaupum. Getur hugsað að maturinn sem þú hendir er í raun peningur að fara í ruslið.
  • Ekki fara svangur út í búð.
  • Frysta matvæli eins og brauð og ávexti.
  • Panta minni skammta á veitingarstöðum ef þú ert ekki svangur.
  • Kaupa „ljótu" grænmetin og ávexti.
  • Setja afgang af óþeyttum rjóma í klakapoka og inn í frysti, ef þú þarft rjóma getur þú sett klakan t.d. í sósur.
  • Ef þú tekur eftir því að matur er að verða útrunnin þá mælum við með að búa til salat eða súpu.
  • Það er líka gott að vera með ískápinn skipulagðan svo þú sérð allt sem þú átt og gleymir engu og þá endar það með því að það úldnar.
  • Þú átt að elska afganana þína. Þú getur t.d. tekið þá með þér sem hádegismat í vinnuna eða skólan. Þú getur deilt honum með nágrönnum. Þú getur líka búið til endalaust af öðrum réttum úr þeim. Dæmi:
    • Getur búið til omiletur úr kartöflum ​
    • Getur gert salad með kjúkling og pasta
  • Verslanir geta sett afslátt á mat sem er að verða kominn yfrir síðasta söludag. Þau geta líka leyft krökkum á meðan foreldra þeirrra versla að borða „ljótu" ávextina eða ávextina sem fólk vill ekki kaupa sem eru allt í legi með.

Hvað er hægt að gera?

How to Avoid Food Waste Traps | Selina Juul | TEDxKEA
„Best fyrir" eða „Síðasti notkunardagur“

Geymsluþol dagsetningar er einhvað sem fólk miskilur oft og það er mikilvægt að fólk læri munin á öllum þessum dagsetingum. 

Dagsetningar geymsluþols af mat er oftast notað „best fyrir" eða „síðasti notkunardagur"

Það halda flestir að eftir að matur er kominn yfir „best fyrir" dagsetnigu að maturinn sé bara ónýttur og hend matnum í ruslið sem er alls ekki satt. „Best fyrir" segir til um lágmarkgeymsluþol matar. Þessi dagsetnig segir um gæði frekar en öryggi og er matur merktur þessari dagsetnigu er vanalega allt í lagi að borða hann þegar hann er kominn yfir dagsetninguna, svo framarlega að maturinn smakkast og lyktar eðlilega og umbúðir eru órofnar

Matur sem er merktur „síðasti notkunardagur" er verið að tala um mat sem er viðkvæmur fyrir örveruvexti og þá er vanalega ekki gott að neytta hann eftir „síðasta notkunardag". Það er best að fylgja og bera virðingu til þessara dagsetnigu til að vera full viss um öryggi þeirra.

Hver er munurinn?

The ugly carrot - Marcel
bottom of page