top of page

Matarsóun á Íslandi

Það hefur ekki verið mikið ransakð matarsóun á íslandi en það er haldið að það sé svipað og í nágrannalöndum. Það er samt vitað að um 30 % af frammleiddum mat endar í ruslinu. Það er matur fyrir um 17.000.000.000 á ári. Við gætum auðveldlega minnkað þessa tölu.

Af því sem er hent er mest grænmeti, ávextir og það sem er í þeim flokkum og er þá vanalega vegan útlit þess.

Umhverfisstofnun geriði rannsókn um hvað er verið að henda mikilum mat á heimilum. Það var talað við 123 mismunadi fjölskyldur og það kom í ljós að meðaltal af ætum mat sem er hent var 63gr á dag og 107gr af óætum mat. Svo voru olíur og vökvi sem var 6dl að meðaltali á dag. 

Hér er mynd sem sýnir hvernig matarsóun er í framleiðslu, búðum, heimilum.

Hvað búðir eru að gera á Íslandi

Það eru nokkrar búðir á íslandi sem eru að vinna gegn matarsóun eins og samkaup sem á búðirnar Nettó, samkaup strax, kjarval og samkaup úrval sem er að vinna í verkefninu allt nýtt. 

Það mætti taka þau til fyrirmyndar, þau náðu að minka matarsóun um nokkur 100 tonn. Þau eru að gera margt sem kemur í veg fyrir matarsóun eins og setja mat sem er að nálgast síðasta söludag á afslátta, setja afslátt á mat sem er kannski með ónýtar umbúðir eða setja ávexti og grænmeti sem fólk vill ekki í körfu sem krakkar geta borðað á meðan það er verið að versla. Krónan er líka farin að byrja að gera eins og Nettó.

Hér videó frá kastljós þar sem er verið að tala um það sem nettó er að gera.
Hvernig er matarsóun á íslandi?
Samtökin Vakandi

Samtökin vakandi eru stofnuð af henni Rakel Garðarsdóttir. Þau hjá Vakandi eru að gera allsskonar hluti til að fræða fólk um matarsóun. Þau koma fram í fjölmiðlum og halda fyrirlestra fyrir t.d. fyrirtæki eða hópa og þar eru þau að fræða fólk um matarsóun og svo hjálpa þeim að koma af stað með því að segja þeim hvað þau geta bætt og svoleiðis. Þetta er mjög sniðug leið til vekja athygli og gera fólk meðvitað um matrsóun.

bottom of page