top of page

Viðtal við Rakel Garðarsdóttir

 Hvenær byrjaðir þú að hugsa um matarsóun?

  • Það eru nokkur ár síðan ég persóunlega fór að velta þessa fyrir mér – en það var svo áramótaheiti hjá mér árið 2014 að vekja okkur sem hér búa til vitundar um vandamálið – að benda á hversu miklum mat við hendum og hvetja fólk til að draga út því – og þá stofnaði ég Vakandi.

 

 Hvað vakti áhuga þinn á matarsóun?

  • Ég las grein í Mogganum sem fjallaði um þetta – og staðreyndir um hve miklum mat við erum að henda. Mér fanst þetta alveg fáránlegt, að við værum að henda um 30% af þeim mat sem við erum að framleiða. Matarsóun er svakalega óumhverfisvænt sem og að það kostar helling af pening að henda mat.

 

 

 Hvernig er matarsóun á þínu heimili?

  • Hún er sem betur fer nánast engin – ég er náttúrlega svakalega meðvituð og næ að mestu leiti að komast alveg hjá því að henda mat.

 

 Hvernig myndir þú ráðleggjafólk til að minnka matarsóun? ​​

  • Með því að vera meðvitað um það. Það er best að byrja á því. Svo er gott: að kaupa minna inn og skipuleggja matarinnkaupin– oft kaupum við of mikið – frysta matvæli – borða afganga – panta minni skammtastærðir á veitingastöðum ef við erum ekki mjög svöng. Oft verður sóun við ræktunina – t.d ef það erg óð ræktun á gulrótum og ef verslanir ná ekki að selja allar gulræturnar áður en þær skemmast.

 

 

 Getur þú sagt okkur eitthvað um matarsóun á íslandi?

  • Á Íslandi er 30% af mat sem framleiddur er hent. Það er matur fyrir um 17.000.000.000 á ári. Við gætum auðveldlega minnkað þessa tölu.

 

 

 Hvað varstumest hissa með matarsóun á Íslandi?

  • Ég er eiginelga mest hissa á því að við séum að henda svona miklum mat. Matvörurverð á Íslandi er hátt og því hefði ég haldið að fólk myndi passa betur uppá matinn og nýta hann betur.

 

   Veistu eitthvað um matarsóun í öðrum löndum, ef já getur þú sagt okkur aðeins frá því?

  • Matarsóun er svipuð í Evrópu – það eru þessi 30%, Í Ameríku er hinsvegar talað um að þetta sé allt uppí 40-50%. Danmörk og Bretland hafa verið að standa sig svakalega vel í að minnka matarsóun og því að þau geta það – ættum við á Íslandi líka auðveldlega að geta það.

 

 Getur þú sagt okkur aðeins frá samtökunu „Vakandi" og hvað þið gerið þar?

  • Vakandi eru sjálboðarsamtök sem berjast fyrir vitundarvakningu um matarsóun. Við komum fram í fjölmiðlum, höldum fyrirlestra og bednum fyrirtækjum á hvað þau geti gert á vinnustaðnum sínum til að hvetja starfsmenn sína til að minnka sóun. Ég, Rakel Garðarsdóttir, sit svo í fjölmörgum ráðum og nefndum tengt efninu.

 

 Geta stofnair eða fyrirtæki gert eitthvað í matarsóun? Hvað geta þau gert?

  • Allir geta dregið úr matarsóun – en oft þarf bara að minna fólk á það og kenna því og leiðbeina. Fyrirtæki sem eru svo með afgangsmat, t.d eftir veislur eða annað – geta gefið hjálparsamtökum matinn, svo hann rati til þeirra sem þurfa á honum að halda. Það er fullt af fólki á Íslandi sem á ekki efni á mat og því er fáránlegt að við séum að henda mat í stað þess að gefa hann.

bottom of page